11.12.2015 | 09:12 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Kóreski bílaframleiðandinn Kia telur vetni vera orkubera framtíðar og áformar að selja vetnisbíla sína á almennum markaði frá árinu 2020. Þangað til mun Kia framleiða 1000 slíka bíla á ári til prófana og auka smíði rafbíla og þannig smám saman draga úr framleiðslu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Sjá nánar í frétt mbl.isHybrid Cars og fréttatilkynningu Kia.  ...
07.12.2015 | 09:19 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Í dag eru það einungis Honda og Toyota sem bjóða upp á vetnisbíla en líklegt er að það breytist á næstu árum. Í tímaritinu Autocar kemur fram að Benz framleiðandinn muni kynna vetnisútgáfu af smájeppanum GLC á bílasýningunni í Frankfurt hausti 2017 og bíllinn verði kominn á götuna 2018. Sjá nánar á mbl.is og Autocar....
17.11.2015 | 14:30 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Honda frumsýndi nú fyrir stuttu á bílasýningu í Tokyo nýjan bíl, Clarity Fuel Cell, sem kemur á markað í Japan árið 2016. Líklegt er talið að bíllinn komi til Evrópu á síðari hluta sama árs. Drægi bílsins er um 700 km og einungis tekur 3 mínútur að fylla tankinn. Sjá nánar í frétt mbl og á síðu Honda....
03.11.2015 | 08:47 | Flokkur: Rafmagn/Electricity
Íbúar skosku Hebrides eyjanna eru vanir roki og hafa nú tekið sig til og beislað það. Pentland Road wind farm hefur sett upp sex vindmyllur sem framleiða rafmagn á Renault rafbíla. Rafbílana, sem eru af tegundinn Zoe og Kangoo, má svo leigja í lengri eða styttri ferðir um eyjarnar. Verkefnið hefur það að markmiði að útvega gestum og íbúum eyjanna en...
16.10.2015 | 14:02 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita áfram skattaafslátt vegna kaupa á vetnisbílum til ársins 2018, en til stóð að gildistími ívilnana yrði til ársloka 2015. Þessu fagnar sérstaklega fyrirtækið H2 Logic sem rekur í dag 7 vetnisstöðvar víðs vegar um Danmörku og gerir ráð fyrir að opn 4 til viðbótar á næsta ári. Sjá nánar í fréttatilkynningu H...
01.10.2015 | 08:50 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Nú í september vígði H2 Logic sína sjöundu vetnisstöð í Korsør á Sjálandi. Með þessari stöð hefur Danmörk nú eitt þéttasta net vetnisstöðva á heimsvísu en stöðin í Korsør er hluti af HyFIVE, verkefni sem styrkt er af FCH JU, evrópsku samstarfsverkefni, og dönski orkustofnuninni. Sjá hér fréttatilkynningu H2 Logic.   ...
03.09.2015 | 14:08 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Norðmennirnri Arnt-Gør­an Hart­vig og Marius Born­stein prófuðu á dögunum Hyundai ix35 vetnisbíl á þjóðveg­um í Þýskalandi. Ekki nóg með það, heldur óku þeir stanslaust í sólahring og keyrðu heila 2383 kílómetra. Metið settu þeir með því að aka eins oft og þeir gátu fram og aft­ur rúm­lega 300 km leið á milli vetn­is­stöðvar Vaten­fall í HafenCity í...
13.08.2015 | 09:43 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Vetnisbíll Toyota, Mirai, setti nýverið met í drægi í bandarískri aksturstilraun. Drægi bílsins á tankfylli mældist 502 kílómetrar í blönduðum akstri. Toyota Mirai þykir bylting á sínu sviði og hefur verið afskaplega vel tekið, síðan hann var frumsýndur í lok árs 2014. Á þessu ári reiknar Toyota með að selja 1500 eintök af vetnsibílnum. Sjá nánar í...
04.08.2015 | 14:55 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Bygging stærstu vetnisstöðvar heims er fyrirhuguð í San Fransisco innan fárra ára. Verkefnið, sem styrkt er bæði af hinu opinbera og einkaaðilum, miðar að því að reisa vetnisstöð sem þjónar farartækjum á landi og sjó. Framleiðslugeta hennar verður um 1500 kg vetnis á dag, en þar af mun ný vetnisferja þurfa tvo þriðju hluta þess magns. Frekari upplý...
« Previous page Next page »